Innlent

Íslendingar framarlega í frumkvöðlastarfi

Svafa Grönfeldt, rektor HR, en skólinn tók þátt í rannsókninni.
Svafa Grönfeldt, rektor HR, en skólinn tók þátt í rannsókninni.
Í alþjóðlegri rannsókn, Global Entrepreneurship (GEM), kemur í ljós að frumkvöðlastarfssemi á Íslandi er með því mesta sem gerist á meðal hátekjulanda í heiminum. Háskólinn í Reykjavík tók þátt í rannsókninni og í tilkynningu frá skólanum kemur fram að rúmlega 12 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 64 ára hafi stundað frumkvöðlastarf á síðasta ári. Á sama tíma stunduðu aðeins sex prósent íbúa Evrópusambandsins slíka iðju.

Niðurstöðurnar byggja á gögnum frá 42 löndum og er rannsóknin sú umfangsmesta sem gerð er á frumkvöðlastarfssemi á ári hverju. Dæmi um athyglisverðar niðurstöður í rannsókninni má sjá hér að neðan auk þess sem skýrslan er aðgengileg á rafrænu formi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×