Innlent

Árangurslaus leit að nakta manninum í Esjunni í nótt

Fimmtíu til sextíu björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt á Esjunni að nakta manninum, sem sást í hlíðum fjallsins í gær.

Ráðgert er að fjölga á ný í leitarliðinu í morgunsárið, en flestir urðu leitarmenn um 120 í gærkvöldi. Þá hafa sprohundar verið notaðir og þyrlur voru í gær notaðar til leitar og verður það aftur gert með morgninum.

Engar vísbendingar eru um afdrif mannsins, sem er útlendingur, en var hér í vinnu. Lögreglan biður alla þá sem eitthvað kunna að vita af ferðum mannsins, að láta sig vita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×