Erlent

Vopnahlé í Gaza vanvirt

Daglegt líf á Gaza.
Daglegt líf á Gaza.

Ísraelska lögreglan segir að Palestínumenn hafi skotið í það minnsta tveimur eldflaugum á ísraelska bæinn Sderot í dag. Ekkert manntjón hefur verið tilkynnt en ekki er lengra en í síðustu viku að samið var um vopnahlé á svæðinu.

Hin íslömsku Jihad-samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Þau hafa gefið þá ástæðu fyrir árásinni að um hefnd væri að ræða vegna árásar Ísraelsmanna á Vesturbakkanum sem á að hafa drepið einn manna þeirra. Vopnahléssamningurinn náði ekki yfir Vesturbakkann en Jihad-samtökin höfðu hins vegar sagt að árásir þar gætu haft áhrif á vopnahléið.

Í gærkvöldi var sprengjuvörpu hleypt af frá Gaza inn í Ísrael samkvæmt ísraelska hernum. Ekkert tjón varð þó á og Ísraelsmenn töldu þá vörpu ekki brot á vopnahléinu.

Ísraelsmenn hafa ekki gefið út neina yfirlýsingu um hvernig þeir ættli að bregðast við árásinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×