Innlent

Hús á skjálftasvæðinu vöktuð

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi.
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi.

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi hafi lögreglan fylgst náið með húsum á svæðinu.

,,Við höfum fylgst með húsum þar sem við vitum að einhverjir gætu reynt að nýta sér aðstæður og við viljum reyna að koma í veg fyrir það. Við fylgjumst alltaf vel með en ennfrekar núna. Sér í lagi auðum húsum," segir Ólafur Helgi.

Aðspurður segir Ólafur Helgi um nóttina eftir að stærsti skjálftinn reið yfir hafi komið upp eitt mál þar sem nokkrir ungir karlmenn hafi verið handteknir. Þeir þóttu grunnsamlegir og líklegar til að láta til skara skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×