Lífið

Tveggja ára snáði gaf happdrættisvinning til barnaspítalans

Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og Stefáni  H. Hilmarssyni, ásamt nokkrum starfsmanna vökudeildarinnar.
Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og Stefáni H. Hilmarssyni, ásamt nokkrum starfsmanna vökudeildarinnar.

Vökudeild Barnaspítala Hringsins fékk nýlega höfðinglega gjöf frá hinum tveggja ára gamla Gunnari Helga Stefánssyni og fjölskyldu hans. Um er að ræða 900.000 krónur sem hann vann í Happdrætti Háskóla Íslands og ákvað fjölskyldan að láta féð renna til tækjakaupa fyrir vökudeildina.

Ætlunin er að gjafaféð verði notað til kaupa á blóðgasa- og sýrustigsmæli sem einkum mun nýtast við sjúkraflutning á nýburum. Slíkur mælir eykur til muna öryggi barna við sjúkraflutninga.

Gunnar Helgi var aðeins þrjár merkur við fæðingu og dvaldi hann fyrstu fjóra mánuði ævinnar á vökudeildinni. Þrátt fyrir að hafa verið veikburða við fæðingu er hann kröftugur drengur í dag og augasteinn foreldra sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.