Innlent

Kompás í kvöld: Þurfa 14 flugsæti undir fimm manna fjölskyldu

Ragnar og faðir hans Valgeir á leið í flug.
Ragnar og faðir hans Valgeir á leið í flug. MYND/KOMPÁS

Ragnar Þór Valgeirsson þarf níu flugsæti ef hann vill ferðast til útlanda. Ragnar greindist með sjúkdóminn SMA, sem er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur, þegar hann var rúmlega ársgamall.

Kompás hefur fylgst með lífi Ragnars Þórs og fjölskyldu hans um tveggja ára skeið, en álagið á fjölskyldunni er mikið. Og fjárútlátin einnig því fimm manna fjölskylda þarf fjórtán flugsæti til að komast til útlanda.

“Já, við erum stórkúnnar hjá Icelandair,” segir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir móðir Ragnars Þórs. Hún segir það skerða ferðafrelsi mikið fatlaðra einstaklinga, eins og Ragnars Þórs, að þurfa að greiða fullt verð fyrir níu flugsæti fyrir Ragnar. “Það er ekki á færi venjulegra fjölskyldna að fara til útlanda við svona aðstæður. Við sóttum um styrki til fyrirtækja svo okkur tækist að fara með strákinn til Ameríku,”segir Gyða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×