Innlent

Braust inn í björgunarskip og fór í siglingu

Björgunarskipið Ingibjörg.
Björgunarskipið Ingibjörg.

Björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði, Ingibjörgu, var stolið í morgun. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir að skipinu hafi verið siglt út úr höfninni um klukkan sjö en að menn hafi ekki áttað sig á því að skipið væri horfið fyrr en fór að birta.

Þegar menn voru að grennslast fyrir um hver hefði tekið skipið birtist það í höfninni á ný um klukkan ellefu og stöðvaðist áður en það lagði að bryggju. Björgunarsveitarmenn fóru þá út í skipið og hittu þar fyrir ókunnugan mann sem hafði stolið því. Friðrik segir að maðurinn hafi siglt því um 30 sjómílur en slæmt var í sjóinn og um fimm metra ölduhæð.

Þegar þeir ræddu við mannin kom í ljós að hann hafði brotist inn í skipið á þriðjudag með því að losa glugga. Þar dvaldi hann síðan þar til honum datt í hug að fara í siglingu í morgun. Friðrik segir að maðurinn hafi haldið dagbók, sem fannst í skipinu, en þar er að finna nákvæmar lýsingar á öllum hans athöfnum þennan tíma, meðal annars lýsingar á því hvernig hann braust inn í það og hvernig hann las sér til um virkni þess í bókum sem eru um borð.

Friðrik segir að hann hafi greinilega lesið sér vel til því hann hafi verið með flest á hreinu nema hvað honum tókst ekki að koma stýrinu í gang og sigldi því stýrislaus. Það geriri málið enn undarlegra að sögn Friðriks því innsiglingin út úr höfninni hefur hingað til verið talinn frekar erfið og ekki nema fyrir vana skiptstjórnarmenn að sigla þar í veðri eins og var í morgun.

Málið er nú í höndum lögreglu en Friðrik segir ekki ljóst hvort maðurinnverði kærður. Lítilsháttar skemmdir eru þó á skipinu þannig að tjón björgunarsveitarinnar er nokkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×