Erlent

Útvega vændiskonur fyrir ellilífeyrisþega

Félagsmálayfirvöld í Skanderborg í Danmörku hafa ákveðið að starfsmenn sínir megi útvega vændiskonur fyrir ellilífeyrisþega eða aðstoða þá við slík kaup. Mörg bæjarfélög í Danmörku hafa tekið upp svipaða stefnu. Félagsmálaráðherra landsins, Karen Jespersen, hefur hafnað því að breyta þessu. Segir það í valdi einstakra bæjarfélaga hvort þeir vilji standa að kaupum á kynlífi fyrir ellilífeyrisþega eða ekki.

Það eru ekki allir sammála þessu í bæjarstjórn Skanderborgar. Talsmaður sósíalista í bæjarstjórn segir það fráleitt að bæjaryfirvöld leggi blessun sína yfir vændisstarfsemi með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×