Erlent

Tala látinna í Kína komin yfir 55.000 manns

Tala látinni eftir jarðskjálftann í Kína er nú komin yfir 55.000 manns og ljóst er að meir en fimm milljón heimila eyðilögðust í skjálftanum.

Héraðsstjóri Sichuan héraðs biður nú um að meira af tjöldum verði sent til héraðsins en talið er að það taki þrjú ár að endurbyggja það sem eyðilagðist.

Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað að strax verði hafist handa um að reisa milljón bráðabigðahús fyrir fólk sem er án húsaskjóls eftir skjálftann.

Þá er ljóst að þúsundir barna eru munaðarlaus í Sichuan héraði en margir Kínverjar hafa boðist til að ættleiða þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×