Erlent

John McCain er við hestaheilsu samkvæmt læknaskýrslum

John McCain ásamt Cindy, eiginkonu sinni. Mynd/ AFP
John McCain ásamt Cindy, eiginkonu sinni. Mynd/ AFP

John McCain, forsetaefni repúblikana, birti í dag læknaskýrslur um sig, frá árunum 2000 - 2008.

Samkvæmt frétt breska ríkissjónvarpsins bendir ekkert til að McCain hafi einhver merki um húðkrabbamein. Jafnframt sýna sjúkraskýrslurnar að blóðþrýstingur og þyngd McCains eru eðlileg fyrir mann á hans aldri. Ef McCain nær kjöri verður hann elsti Bandaríkjamaðurinn sem er kosinn forseti. Hann verður 72 ára í ágúst.

Stjórnmálaskýrendur segja að með því að birta læknaskýrslurnar sé McCain að reyna að fullvissa kjósendur um að aldur hans skapi engin vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×