Erlent

Obama leitar að varaforsetaefni

Barak Obama er nú byrjaður að svipast um eftir varaforsetaefni sínu.

Einn af frammámönnum Demókrataflokksins hefur staðfest að Obama hafi beðið hann um að setja saman lista af hæfum frambjóðendum í embætti varaforseta.

Á sama tíma hefur fundur John McCain með þremur þungaviktarmönnum í Repúblikanaflokknum valdið vangaveltum um að hann sé einnig farinn að þreifa fyrir sér með varaforsetaefni sitt.

McCain neitar þessu og segist aðeins vera að bjóða þessum mönnum í heimsókn til að þakka þeim fyrir stuðninginn í forkosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×