Vill ekki sýna fram á endurgreiðslu til Hauks Magnús Már Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2008 14:22 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst ekki verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun sem sýni endurgreiðslu hans til Hauks Leósonar vegna veiðiferðar í Miðfjarðará í ágúst á seinasta ári. Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku fóru Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Haukur Leósson og Björn Ingi Hrafnsson í veiði í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Fram hefur komið að á sama tíma var Baugur með öll veiðileyfi árinnar á leigu. Haukur segir að hann hafi greitt Baugi 480 þúsund fyrir þrjú veiðileyfi og boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi að þiggja þau. Það hefur einnig komið fram að Haukur fékk þessi veiðileyfi á verulegum afslætti frá Baugi. Vilhjálmur og Björn Ingi þáðu boð Hauks. En Guðlaugur segist sjálfur hafa endurgreitt Hauki kostnaðinn við ferðina. ,,Ég setti það viðmið fyrir rúmlega 20 árum þegar ég byrjaði í stjórnmálum að þiggja aldrei boðsferðir frá fyrirtækjum og hef staðið við það og mun að sjálfsögðu gera það áfram," segir Guðlaugur og bætir að að hann hafi einungis verið að þiggja boð Hauks vinar síns þegar hann ákvað að fara með í ferðina. ,,Hinsvegar þegar ég fór yfir það seinna vildi ég geta sagt að ég borga alltaf fyrir mínar veiðiferðir en eins og menn þekkja geta veiðiferðir verið nokkuð viðkvæmar." Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að hann framvísi kvittun sem sanni að hann hafi í raun endurgreitt Hauki svarar Guðlaugur. ,,Ég hef aldrei beðið um kvittun þegar að ég er að eiga viðskipti við vini mína. Ef menn trúa mér ekki þá get ég eiginlega ekkert gert við því." Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, skoraði á Guðlaug í Síðdegisútvarpi Ríkisútvarpssins á mánudaginn að framvísa kvittunum í tengslum við umrædda veiðiferð sem sýni að hann hafi greitt sjálfur fyrir ferðina. Guðlaugur segist ekki ætla að eltast sérstaklega við ummmæli Guðna. ,,Ég veit ekki hversu langt maður eigi að opna heimilisbókhaldið," segir Guðlaugur sem ekki vill skapa fordæmi með því að verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun. Tengdar fréttir Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48 Veiðiferðin í Miðfjarðará hugsanlega rædd í borgarstjórn Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni spyrjast fyrir um laxveiðiferðir Hauks Leóssonar, Björns Inga Hrafnssonar, Guðlaugs Þ. Þórðarsonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar. 21. ágúst 2008 14:55 Haukur fékk bónuskjör á veiðileyfum frá Baugi Haukur Leósson greiddi Baugi 480 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir veiðiferðina í Miðfjarðará sem Vísir hefur fjallað um síðan í gær. 21. ágúst 2008 18:27 Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56 Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór. 20. ágúst 2008 12:41 Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14 Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag. 20. ágúst 2008 14:29 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst ekki verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun sem sýni endurgreiðslu hans til Hauks Leósonar vegna veiðiferðar í Miðfjarðará í ágúst á seinasta ári. Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku fóru Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Haukur Leósson og Björn Ingi Hrafnsson í veiði í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Fram hefur komið að á sama tíma var Baugur með öll veiðileyfi árinnar á leigu. Haukur segir að hann hafi greitt Baugi 480 þúsund fyrir þrjú veiðileyfi og boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi að þiggja þau. Það hefur einnig komið fram að Haukur fékk þessi veiðileyfi á verulegum afslætti frá Baugi. Vilhjálmur og Björn Ingi þáðu boð Hauks. En Guðlaugur segist sjálfur hafa endurgreitt Hauki kostnaðinn við ferðina. ,,Ég setti það viðmið fyrir rúmlega 20 árum þegar ég byrjaði í stjórnmálum að þiggja aldrei boðsferðir frá fyrirtækjum og hef staðið við það og mun að sjálfsögðu gera það áfram," segir Guðlaugur og bætir að að hann hafi einungis verið að þiggja boð Hauks vinar síns þegar hann ákvað að fara með í ferðina. ,,Hinsvegar þegar ég fór yfir það seinna vildi ég geta sagt að ég borga alltaf fyrir mínar veiðiferðir en eins og menn þekkja geta veiðiferðir verið nokkuð viðkvæmar." Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að hann framvísi kvittun sem sanni að hann hafi í raun endurgreitt Hauki svarar Guðlaugur. ,,Ég hef aldrei beðið um kvittun þegar að ég er að eiga viðskipti við vini mína. Ef menn trúa mér ekki þá get ég eiginlega ekkert gert við því." Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, skoraði á Guðlaug í Síðdegisútvarpi Ríkisútvarpssins á mánudaginn að framvísa kvittunum í tengslum við umrædda veiðiferð sem sýni að hann hafi greitt sjálfur fyrir ferðina. Guðlaugur segist ekki ætla að eltast sérstaklega við ummmæli Guðna. ,,Ég veit ekki hversu langt maður eigi að opna heimilisbókhaldið," segir Guðlaugur sem ekki vill skapa fordæmi með því að verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun.
Tengdar fréttir Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48 Veiðiferðin í Miðfjarðará hugsanlega rædd í borgarstjórn Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni spyrjast fyrir um laxveiðiferðir Hauks Leóssonar, Björns Inga Hrafnssonar, Guðlaugs Þ. Þórðarsonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar. 21. ágúst 2008 14:55 Haukur fékk bónuskjör á veiðileyfum frá Baugi Haukur Leósson greiddi Baugi 480 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir veiðiferðina í Miðfjarðará sem Vísir hefur fjallað um síðan í gær. 21. ágúst 2008 18:27 Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56 Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór. 20. ágúst 2008 12:41 Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14 Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag. 20. ágúst 2008 14:29 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48
Veiðiferðin í Miðfjarðará hugsanlega rædd í borgarstjórn Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni spyrjast fyrir um laxveiðiferðir Hauks Leóssonar, Björns Inga Hrafnssonar, Guðlaugs Þ. Þórðarsonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar. 21. ágúst 2008 14:55
Haukur fékk bónuskjör á veiðileyfum frá Baugi Haukur Leósson greiddi Baugi 480 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir veiðiferðina í Miðfjarðará sem Vísir hefur fjallað um síðan í gær. 21. ágúst 2008 18:27
Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56
Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór. 20. ágúst 2008 12:41
Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14
Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag. 20. ágúst 2008 14:29