Innlent

Næstum öll síldveiðiskipin á tvíburatrolli

Næstum öll skipin, sem nú eru á síld-og makrílveiðum austur af landinu draga trollið með öðru skipi, eða eru á tvíburatrolli eins og það er kallað.

Síðan er aflinn innbyrtur í skipin á víxl, eftir atvikum. Gera á úttekt á því hvort olía sparast með þessu móti, en þegar skip er eitt um trollið þarf að keyra vélina á fullu afli, en við þær aðstæður er eyðslan gríðarleg, eða vel á annan tug tonna af olíu á sólarhring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×