Innlent

Ekki gengið frá samningi um sölu á Fríkirkjuvegi

MYND/Vilhelm

Borgarráð ákvað á fundi sínum í morgun að fresta því aftur að ganga frá samningi við Novator um kaup á Fríkirkjuvegi 11 við Tjörnina. Deilur hafa staðið um söluna og hefur minnihlutinn í borgarstjórn verið andvígur því að takmarka aðgang almennings að garðinum við húsið.

Á fundi borgarráðs í dag lögðu borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri - grænna fram tillögu um borgarráð samþykkti að leiksvæði barna austan við húsið að Fríkirkjuvegi 11, innan hestagerðisins, yrði áfram til afnota fyrir börn og ungmenni í miðbænum. Jafnframt að borgin yrði ekki við óskum Novators um svokallaða viðhafnaraðkomu í Hallargarðinn Fríkirkjuvegsmegin. Með slíkri framkvæmd væri of langt gengið á garðinn að mati fulltúranna.

Báðum tillögum var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×