Erlent

Reyndi að kveikja í sér til að hindra ferð ÓL-kyndils

Suðurkóreksir lögreglumenn komu í veg fyrir að Norður-Kóreumaður kveikti í sér og hindraði þannig för ólympíukyndilsins um Seoul.
Suðurkóreksir lögreglumenn komu í veg fyrir að Norður-Kóreumaður kveikti í sér og hindraði þannig för ólympíukyndilsins um Seoul. MYND/AP

Til átaka kom milli stuðningsmanna og andstæðinga Kínastjórnar þegar hlaupið var með Ólympíukyndilinn um Seoul í Suður-Kóreu í dag.

Um átta þúsund lögreglumenn voru á götum borgarinnar í dag en þeir komu þó ekki í veg fyrir átökin sem voru á milli kínverskra stúdenta og hóps manna sem mótmælti meðal annars framferði Kínverja í Tíbet. Einn mótmælenda reyndi að kveikja í sér og hindra þannig för kyndilsins en lögreglu tókst að koma í veg fyrir það.

Ferð ólympíukyndilsins um heiminn hefur ekki gengið áfallalaust og víða hefur komið til mótmæla gegn mannréttindastefnu kínverskra stjórnvalda sem sögð eru kæfa allt andóf í landinu. Kyndillinn fer næst til Norður-Kóreu og Víetnam. Á fyrrnefnda staðnum er ekki búist við neinum mótmælum heldur hafa yfirvöld þar í landi greint frá því að hundruð þúsunda muni fagna komu hans með mikilli viðhöfn.

Frá Víetnam verður farið með kyndilinn til Kína þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Peking í byrjun ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×