Innlent

Vilja fjarstýra rennsli í lón á Ylströnd

MYND/GVA

Starfshópur á vegum borgarinnar leggur til að fjarstýrðum búnaði verði komið upp við Ylströndina í Nauthólsvík til þess að breyta lóninu þar í fjöru og láta þannig sjávarföllin hreinsa fjöruna.

Þá leggur hópurinn til að hægja þurfi á umferð um göngu- og hjólastíga við Ylströndina til þess að auka öryggi. Fjölmargar fleiri tillögur er að finna í skýrslu starfshópsins sem kynnt var á fundi framkvæmda- og eignaráðs fyrr í vikunni.

Á Ylströndina koma að meðaltali 120.000 gestir á hverju ári og segir á vef borgarinnar að óhætt sé að segja að ströndin hafi fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laði að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Þá segir í niðurlagi skýrslunnar að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 verði að gera ráð fyrir fjármagni til úrbóta varðandi öryggis- og hreinlætismál og aðbúnað gesta Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×