Innlent

Fjaran iðaði af lífi

Fjaran við Gróttu iðaði af lífi í dag þegar haldinn var hinn árlegi Gróttudagur. Talið er að yfir þúsund manns hafi komið í eyjuna í dag og hafa aldrei fleiri tekið þátt.

Þetta er í sjötta sinn sem að Gróttudagurinn er haldinn og mátti í dag sjá fólk þar á öllum aldri. Björgunarsveitin Ársæll sá um að aka þeim út í eyjuna sem ekki treystu sér fótgangandi. Þegar þangað var komið var hægt að skoða útsýnið úr Gróttuvita og gæða sér á vöfflum í Fræðasetrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×