Erlent

Engin merki um óróleika í Nepal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
María Margrét Jóhannsdóttir blaðamaður er stödd í Nepal.
María Margrét Jóhannsdóttir blaðamaður er stödd í Nepal.

Fáir ferðamenn eiga leið um Nepal þessa dagana enda hefur loftið þar verið lævi blandið frá því að þingkosningar fóru þar fram þann 10. apríl síðastliðinn.

Óttast var að vikurnar eftir kosningar yrðu spennuþrungnar og átök myndu brjótast út. Nokkuð var um átök á kosningadaginn og byssumenn gengu um. Þá kveiktu maoistar í einum kjörstaðnum eftir átök við lögreglu og kosningastarfsmenn.

María Margrét Jóhannsdóttir, blaðamaður á Birtingi, segist þó engin merki sjá um óróleika. Hún hefur verið að ferðast um Nepal undanfarna daga til að skoða Chitwan-þjóðgarðinn. Einnig hefur hún farið til Bútan, sem er austan við Nepal.

María segir allt vera með kyrrum kjörum þann tíma sem hún hefur verið þarna þrátt fyrir að útlitið hafi ef til vill ekki verið glæsilegt fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×