Erlent

Bush til Mið-Austurlanda í næsta mánuði

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti heldur til Mið-Austurlanda um miðjan næsta mánuð til þess að ræða friðarferlið við bæði Ísraela og Palestínumenn.

Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi í dag. Þar sagðist hann enn fremur vongóður um að sættir myndu nást um frið á milli Ísraela og Palestínumanna áður en embættistíð hans lyki í lok ársins.

Um leið sakaði forsetinn Hamas-samtökin, sem stjórna Gasasvæðinu, um að grafa undan friðarviðræðum. „Þeir eru ógnun við heimsfrið, frið í Mið-Austurlöndum, og þess vegna ræði ég ekki við þá," sagði Bush um Hamas-liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×