Innlent

Hæstiréttur framlengdi farbannsúrskurð

Hæstiréttur hefur staðfest framlengingu á farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Viggó Þóri Þórissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfastofu Sparisjóðanna, til 9. september næstkomandi.

Eins og áður hefur verið greint frá var Viggó fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir að upp komst að hann hefði gefið út ábyrgðarlýsingu upp á 200 milljónir Bandaríkjadala vegna innistæðu á bankareikningi sem var hvergi til. Embætti saksóknara efnahagsbrota rannsakar málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×