Innlent

Hitametin falla - 29,3 gráður á Þingvöllum

sev skrifar
Siggi býst við að fleiri hitamet falli.
Siggi býst við að fleiri hitamet falli.
Hitamet er fallið á Þingvöllum. Samkvæmt veðurathugun þar klukkan 15:00 mældist hitinn 29,3 gráður. Fyrra hitamet er 29 gráður.

Fyrr í dag hringdi lesandi á Hvolsvelli í Vísi og sagði að hiti á tveimur mælum sem hann hefði sýndi 31 gráðu. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sagði í samtali við Vísi rétt í þessu að hitamet væru meðal annars fallin á Hellu og Vestmannaeyjum. Allt stefndi í að dagurinn í dag yrði heitasti dagur ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×