Innlent

Þúsundum smokka dreift í ágúst

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hyggst líkt og undanfarin tvö ár standa fyrir smokkadreifingu á stórhátíðum í ágústmánuði. Félagið mun dreifa á bilinu 10.000 til 12.000 smokkum um Verslunarmannahelgina, á Menningarnótt og Gay pride. Um Verslunarmannahelgina verða liðsmenn Ástráðs á nokkrum stöðum en einungis í Reykjavík á Menningarnótt og Gay pride.

Allir þeir sem dreifa smokkunum eru sjálfboðaliðar á vegum Ástráðs. Félagið stendur fyrir umfangsmiklu framtaki í kynheilbrigðismálum. ,,Á ári hverju fara sjálfboðaliðar á okkar vegum í heimsóknir í flesta framhaldsskóla landsins, fjölmarga grunnskóla og félagsmiðstöðvar. Þannig fræða læknanemar milli 5000-10.000 ungmenni á ári hverju með beinni jafningjafræðslu," segir í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×