Innlent

Starfsmaður Mest vonar að Glitnir sýni sér skilning

"Jú, ég er viðskiptavinur hjá Glitni og á ekki von á öðru en að bankinn sýni mér skilning í þessum aðstæðum. Í það minnsta þar til annað kemur í ljós," segir Sigurjón Alfreðsson, deildarstjóri atvinnutækjasviðs hjá Mest, sem hefur verið tjáð að hann fái engin laun um þessi mánaðarmót.

Sigurjón segir ástandið bagalegt hjá starfsfólki Mest en hann ætli sér þó ekki að leggjast í þunglyndi. "Það þýðir ekkert að leggjast í kör. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar," segir Sigurjón sem er þegar farinn að leita sér að nýrri vinnu.

Aðspurður um hvort hann telji að starfsmenn Mest hafi verið sviknir vill hann ekki taka svo sterkt til orða. "Bankinn hugsar um um sjálfan sig og það er ekki í fyrsta og ekki síðasta sinn sem það gerist. Hvað varðar forsvarsmenn Mest þá áttu þeir að gefa okkur meiri upplýsingar fyrr og gera okkur grein fyrir því hversu alvarleg staðan var," segir Sigurjón.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×