Erlent

Kampusch keypti hús mannræningja síns

Natascha Kampusch
Natascha Kampusch

Lögmaður hinnar Austurrískur Nataschu Kampusch segir að hún sé orðinn eigandi hússins þar sem henni var haldið í gíslingu í meira en átta ár.

Lögmaðurinn, Gerald Ganzger, segir að Kampusch hafi keypt húsið snemma á þessu ári en ekki er talið að hún búi þar sjálf.

2/3 hluti eignarinnar kom í hennar hlut þegar Kampusch voru dæmdar skaðabætur en Gangzer segir að hún hafi komist að samkomulagi við móður mannræningja síns um að hún mundi kaupa af henni síðasta þriðjunginn. Gangzer vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið.

Natascha Kampusch var 10 ára gömul þegar Wolfgang Priklopil rændi henni þegar hún var á leið í skólann. Hann hélt henni í gíslingu í meira en átta ár í dýflissu undir heimili sínu. Kampusch náði að flýja í ágúst árið 2006 en Priklopil fyrirfór sér fáeinum klukkustundum síðar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×