Lífið

„Ég var ekkert að rembast," segir Snorri Idolstjarna

Snorri Snorrason.
Snorri Snorrason.

„Aðalmálið er að vita sín takmörk og hvað þú getur. Þú verður virkilega að einbeita þér að keppninni með heilum hug ef þú ætlar þér eitthvað áfram," svarar Snorri Snorrason sem sigraði Idol stjörnuleit Stöðvar 2 árið 2006 aðspurður um ráð fyrir Idolstjörnur framtíðarinnar.

Hvíti víkingurinn Idolsigurvegari 2006.

„Annars er aðalmálið held ég að hafa bara gaman af þessu. Því þetta er hrikalega skemmtilegt. Mér tókst að lalla þarna í gegnum þessa keppni einfaldlega vegna þess að ég var alltaf ég sjálfur og var ekkert að rembast og hélt alltaf ró minni."



Hvað er framundan hjá þér? „Ég og félagar mínir verðum næsta föstudag, 5. desember, með æðislegt Guns n´Roses show á Nasa, eða tónleika réttara sagt."

„Þarna er minn draumur að rætast því mig hefur langað að gera þetta lengi og nú er komið að því."

„Við tökum alla smellina með þessu frábæra bandi og það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara. Því það er ekkert víst að það verði framhald á þessu."

„Við spiluðum í Grindavík um daginn og stemningin var þannig að þakið ætlaði hreinlega að rifna af kofanum."

„Þannig verður það á Nasa vonandi," segir Snorri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.