Erlent

Oliver litli í ítarlega skýrslutöku í vikunni

Lögregla á Sjálandi í Danmörku hyggst í þessari viku yfirheyra aftur sex manns sem sitja í varðhaldi vegna gruns um aðild að ráninu á hinum fimm ára Oliver í síðustu viku.

Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur lögregla nú rætt við Oliver sjálfan lítillega en hann fer í ítarlegri skýrslutöku síðar í vikunni. Oliver var numinn á brott fyrir utan leikskólann sinn í bænum Virum í síðustu viku en hann fannst svo bundinn og keflaður stúdentagörðunum í Hvidovre sólarhring síðar. Þar búa um 350 stúdentar, margir þeirra af kínverskum ættum.

Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögregla segir að fleiri manna sé ekki leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×