Lífið

65 milljónir söfnuðust í landssöfnun

Landssöfnun mænuskaðastofnunar íslands náði hápunkti með sjónvarpsþætti á stöð 2 í gærkvöldi. Margir listamenn komu fram, m.a. Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Leikarar spiluðu mennskan tetris leik og handboltahetjur söfnuðu fé á hvern kílómeter sem þeir hlupu. Alls söfnuðust um 65 milljónir í gær en söfnunarféð rennur óskert til tilrauna á skurðaðgerðum sem verða framkvæmdar í Berlín. Söfnunin stendur ennþá yfir og eru söfnunarsímar opnir fyrir framlögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.