Innlent

Græðir ekki krónu á Rangárþingi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra græðir ekki krónu á því að telja fram í Rangárþingi ytra þar sem hann er með lögheimili frekar en heimabæ sínum Hafnarfirði líkt og ritstjórar DV héldu fram í yfirlýsingu nú fyrir skömmu.

Útsvarsprósenta sveitarfélaganna fyrir árið 2008 er sú sama eða 13,03%

Eins og greint var frá í DV í morgun er Árni Mathiesen fjármálaráðherra skráður til heimilis í Rangárþingi ytra, en ekki í Hafnarfirði þar sem hann býr.

Ranglega var sagt frá því í blaðinu að Árni fái mánaðarlegar greiðslur fyrir að skrá sig með þessum hætti. Það staðfesti Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis í samtali við Vísi í dag.

Ritstjórar DV, þeir Reynir sendu skömmu síðar frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að Árni græði engu að síður á þessari skráningu þar sem hann greiði lægra útsvar í Rangárþingi en í Hafnarfirði.

Þetta er ekki rétt hjá ritstjórunum þar sem útsvarið í Rangárþingi ytra er 13,03%. Alveg eins og í Hafnafirði.


Tengdar fréttir

Ritstjórar DV: Árni brýtur lög

Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar blaðsins um Árni Mathiesen í dag. Árni segir fréttina ranga og vill afsökunarbeiðni frá DV. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingi sagði einnig við Vísi í dag að fréttin væri röng.

Árni fær ekki greitt sérstaklega fyrir lögheimili á Kirkjuhvoli

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að frétt sem birtist á forsíðu DV í dag sé efnislega röng. Þar er því haldið fram að Árni hafi fengið tæpa eina milljón króna í greiðslur fyrir að skrá lögheimili sitt á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Í DV er sagt að Árni þiggi mánaðarlegar greiðslur fyrir að vera með það sem blaðið kallar „rangt lögheimili“, enda hafi Árni aldrei búið í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×