Innlent

Listanemi fær bætur

Eiturefni. Listaneminn fær bætur.
Eiturefni. Listaneminn fær bætur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi nema í Listaháskóla Íslands bætur vegan tjóns sem hún varð fyrir við meðhöndlun eiturefna innan skólans.

Málið kom upp árið 2001 þegar nemandinn var við nám í hönnunardeild skólans.  Nemendur voru látnir meðhöndla hættuleg eiturefni sem var blandað saman og fengu fjöldi nemenda ofnæmisviðbrögð í kjölfarið.

Nemandinn taldi sig hafa borið varanlegan skaða, meðal annars ofsakláða og ofnæmi, og fór fram á um 15 milljónir í miskabætur.

Í dómnum kemur fram að kennarinn taldi sig hafa leiðbeint nemendum og upplýst um hættuna af efninu. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá skólanum; farið hafi verið óvarlega með hættuleg efni. Skólinn er því dæmdur til að greiða nemendanum 450 þúsund krónur í miskabætur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×