Innlent

85 krónur lítrinn við metanvæðingu

Nanna Hlín skrifar
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar í einum hinna nýju metanbíla.
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar í einum hinna nýju metanbíla.

Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið sex nýja metanbíla í bílaflota sinn sem bætast við átta slíka bíla sem fyrir eru. Verð á metangasi svarar til þess að bensínlítrinn myndi kosta 85 krónur.

Orkuveitan á fyrir fimm vetnisbíla og tvo rafmagnsbíla og á von á níu metanbílum til viðbótar. Þegar þeir bætast við bílaflotann verður fimmtungur bíla Orkuveitunnar knúnir umhverfisvænum orkugjöfum en bílaflotinn telur alls 166 bíla. Stefna fyrirtækisins er að auka hlutfall vistvænna ökutækja upp í 55% fyrir lok ársins 2013.

Hinir nýju bílar sem eru af bílagerðinni Ford eru fluttir inn í samstarfi við Brimborg. Þeim hefur verið breytt úr hefðbundnum bensínbílum í metangasbíla. Tankurinn í þeim tekur alls sex kíló af gasi sem dugar til 300 kílómetra aksturs. Þeir eru einnig búnir bensíntanki til vara ef gasleiki myndi gera vart við sig og langt væri í næstu metanáfyllingarstöð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×