Innlent

Níutíu prósent Íslendinga nota tölvu og internet

Rúmlega 90% landsmanna á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og internet, samkvæmt könnun Hagstofunnar sem var gerð fyrr á þessu ári. Niðurstöður könnunarinnar sýna að tölvur eru á 90% heimila og 88% heimila gátu tengst interneti.

Líkt og fyrri ár er Netið helst notað til samskipta og upplýsingaleitar og til þess að sinna bankaviðskiptum. Árið 2008 höfðu 36% internetnotenda pantað og keypt vörur eða þjónustu um internetið á því þriggja mánaða tímabili sem spurt var um. Algengust eru kaup á farmiðum, gistingu eða annarri þjónustu tengdri ferðalögum.

Nettengd heimili nota í langflestum tilvikum ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu, eða í 94% tilvika. Einungis 5% nettengdra heimila nota hefðbundna upphringitengingu eða ISDN.

Ríflega 15% þeirra sem nota internetið halda úti eigin bloggsíðu og 66% þeirra sem vafra um á internetinu fylgjast með bloggsíðum annarra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×