Innlent

Deila OR og Guðmundar snýst um 7 milljóna króna Land Cruiser

Bifreið sömu tegundar og Guðmundur Þóroddsson ekur.
Bifreið sömu tegundar og Guðmundur Þóroddsson ekur.
Bifreiðin sem Orkuveita Reykjavíkur lét Guðmundi Þóroddssyni, þáverandi forstjóra fyrirtækisins, í té er 2006 árgerð af Toyota Land Cruiser 100. Slík bifreið kostar á bilinu 6,5 - 7 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Bílgreinasambandsins.

Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að hann hyggist ekki skila bifreiðinni. Hann hefur áður sagt að hann hafi ráðfært sig við lögfræðinginn sem gerði ráðningasamninginn fyrir Orkuveituna og hann hafi sagt sér að bíllinn væri hluti af kjörum Guðmundar, sem hann ætti að njóta á meðan hann væri á launum.

Í gær skilaði Guðmundur umdeildum fundargögnum, sem stjórnendur Orkuveitunnar höfðu krafið hann um.




Tengdar fréttir

Guðmundur skilaði gögnunum til OR í dag

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað hinum umdeildu gögnum til Orkuveitunnar. Þetta gerðist í dag. „Ég skilaði þeim öllum og reikna með að málinu sé lokið,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×