Innlent

Bensínverð hækkaði í dag

Bensínverð hækkaði bæði hjá Olís og N1 í dag. Olís hækkaði verð hjá sér um 6 krónur og N1 um tvær krónur. Skeljungur hefur enn ekki hækkað bensínverð hjá sér.

Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segir ómögulegt að segja til um hvort verð muni hækka enn meira, það ráðist fyrst og fremst af þróun heimsmarkaðsverðs og sveiflu gjaldmiðla. Hækkunina núna megi rekja til mikillar hækkunar heimsmarkaðsverðs fyrir helgi.

Algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá N1 og Skeljungi er nú um 180 krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×