Innlent

Unglingur slasaðist á torfæruhjóli

Fimmtán ára piltur fótbrotnaði á báðum fótum þegar hann féll á torfæruhjóli sínu á æfingasvæðinu við Glerá í gærkvöldi.

Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð. Þrátt fyrir lágan aldur var honum heimilt að æfa sig á svæðinu, enda var hann undir eftirliti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×