Innlent

Níræður dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni

Tæplega níræður karlmaður hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu alla hennar barnæsku eða frá því að hún var 4 ára gömul og allt þar til að hún varð 15 ára.

Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa í fjölmörg skipti látið barnabarn sitt fróa sér og í nokkur skipti látið hana hafa við sig munnmök.

Brotin áttu sér meðal annars stað á heimili hans eða í hjólhýsi hans á ferðalögum um landið

Maðurinn neitaði sök og bar því meðal annars við að hann hafi nánast verið getulaus frá 55 ára aldri vegna blöðruhálskrabbameins.

Annað barnabarn mannsins kærði hann einnig fyrir kynferðislega misnotkun en það mál var látið niður falla þar sem það var orðið fyrnt.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sekt mannsins væri hafin yfir skynsamlegan vafa og var hann því dæmdur 4 ára fangelsi. Brot hans eru alvarleg að mati héraðsdóms.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða barnabarni sínu 1.5 milljón króna í miskabætur.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×