Innlent

Harður árekstur á Sæbraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir eitt í nótt. Bíll sem var ekið yfir á rauðu ljósi frá Kringlumýrarbrautinni fór í veg fyrir annan sem var á leið í austurátt eftir Sæbraut. Sá kastaðist á girðingu á umferðareyju og rann svo eftir Sæbrautinni.

Minniháttar meiðsl urðu á fólki, en ökumanni bílsins sem keyrt var á var mikið brugðið og var fluttur á slysadeild.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×