Enski boltinn

Arsenal fær miðjumann frá Werder Bremen

Bischoff í leik með Bremen.
Bischoff í leik með Bremen.

Miðjumaðurinn Amaury Bischoff er á leið til Arsenal frá þýska liðinu Werder Bremen. Arsene Wenger hefur fylgst vel með þessum leikmanni síðan hann var í unglingaliði Strasbourg í Frakklandi.

Þessi 21. árs leikmaður á portúgalska móður og franskan föður. Hann neitaði samningstilboði frá þýska liðinu til að ganga til liðs við Arsenal.

Bischoff hefur ekki spilað mikið með aðalliði Werder Bremen en hluti af ástæðu þess er sú að hann hefur glímt við erfið meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×