Lífið

Ræktin er kreppufrítt svæði

Fimm prósent fleiri mæta í ræktina en á sama tíma í fyrra.
Fimm prósent fleiri mæta í ræktina en á sama tíma í fyrra.
Öfugt við flest annað blómstra líkamsræktarstöðvar í kreppunni. „Fólk er að fíla þetta kreppufría svæði þar sem það gleymir sér við æfingarnar og vellíðunina sem þeim fylgja," segir Hafdís Jónsdóttir, Dísa í World Class. „Það er aukning upp á fimm prósent í mætingum miðað við sama tíma í fyrra hjá korthafa að meðaltali. Bæði hefur nýting korta batnað og fleiri sækja í stöðvarnar."

Ágústa Johnson í Hreyfingu hefur sömu sögu að segja. „Aðsóknin hefur aukist undanfarnar vikur," segir hún. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að fólk er að forgangsraða rétt og hugsa um heilsu sína. Það er sjaldan mikilvægara en einmitt þegar erfiðleikar steðja að."

Og jafnvel góðærislega Baðstofan í World Class lætur ekki á sjá. Þar hefur aðsókn aukist ef eitthvað er, segir Dísa. Og hvorki Dísa né Ágústa sjá fram á annað en áframhaldandi góðæri í líkamsræktarmálum landans. „Við reiknum ekki með samdrætti," segir Dísa. „Þeir sem eru virkir hjá okkur finna og vita að það að stunda heilsurækt á svona tímum er eiginlega bara lífsspursmál til að halda heilsu." - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.