Tími til að breyta 24. október 2008 05:15 Nú, rétt eins og fyrir tæpum 19 árum, horfum við á þjóðskipulag byrja að hrynja til grunna. Þá byrjaði hrun sovétkommúnismans með falli Berlínarmúrsins sem var táknmynd þess þjóðskipulags. Hrun íslensku bankanna markar upphafið á falli nýfrjálshyggjunnar, sem er þjóðskipulag græðgi og sérhagsmuna. En hún fellur ekki ein, heldur tekur hún ævisparnað stórs hluta Íslendinga, sparnað sem átti að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld, með sér í gröfina. Við syrgjum því ekki nýfrjálshyggjuna, heldur allt það sem hún tók frá okkur. Fólk er, skiljanlega, reitt og sorgmætt. Þetta átti aldrei að gerast. Enginn getur sagt að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Það er óþarfi að reyna að afsaka skefjalausa græðgi með því að tala um alþjóðafjármálakreppu, einfaldlega því að við sjáum að aðrar þjóðir eru ekki jafn djúpt sokknar og við. Þetta er sárt og þetta er ósanngjarnt því íslenskur almenningur á ekki sök á þessu. En við höfum hins vegar ekki rétt á því að láta sorgina og reiðina heltaka okkur. Við skuldum komandi kynslóð að þerra tárin, standa á fætur og hefja uppbyggingu. Tækifærin eru til staðar á Íslandi og það sem mikilvægara er, þau eru enn sameign íslensks almennings, ekki séreign þeirra sem vilja skapa af þeim gróða fyrir sig eina. Sem betur fer voru sumir alsgáðir í einkavæðingarpartíinu og stóðu vörð um það sem við erum fegnust að eiga ennþá, nú þegar skóinn kreppir að. Þau tryggðu að orkulindir landsins yrðu áfram sameign þjóðarinnar. Þau börðust með kjafti og klóm gegn markaðsvæðingu heilbrigðis- og menntakerfisins og hafa varist stöðugum árásum nýfrjálshyggjunnar á velferðakerfið síðustu ár. Þau hafa staðið með íslenskri náttúru og hafa talað fyrir jafnrétti allra í þjóðfélaginu. Og þau standa enn vaktina fyrir íslensku þjóðina, því má hún treysta. Ísland er ekki á hausnum. Það er fiskur í sjónum, matvælaframleiðsla í sveitum, orka og fegurð í náttúrunni, duglegt fólk á öllum aldri í framhalds-, iðn- og háskólum og útflutningsiðnaður í sókn. Við höfum tækifæri til menntunar, við höfum duglegt fólk sem ekki mun draga af sér við uppbygginguna og við höfum hvort annað. Við erum nógu klók til að læra af reynslunni og byggja ekki upp sama þjóðfélagsskipulag og var við lýði til þess eins að láta það hrynja undan okkur aftur. Það er kominn tími til að breyta. Það er kominn tími til að bæði kynin komi í jöfnum mæli að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Það er kominn tími til að aflétta leynd og pukri og gefa fólki aftur trú á lýðræðisleg stjórnmál. Það er kominn tími til að taka velferð þjóðarinnar fram yfir gróðavon einstaklinga. Og það er kominn tími til að stokka spilin og gefa aftur, því síðast var vitlaust gefið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú, rétt eins og fyrir tæpum 19 árum, horfum við á þjóðskipulag byrja að hrynja til grunna. Þá byrjaði hrun sovétkommúnismans með falli Berlínarmúrsins sem var táknmynd þess þjóðskipulags. Hrun íslensku bankanna markar upphafið á falli nýfrjálshyggjunnar, sem er þjóðskipulag græðgi og sérhagsmuna. En hún fellur ekki ein, heldur tekur hún ævisparnað stórs hluta Íslendinga, sparnað sem átti að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld, með sér í gröfina. Við syrgjum því ekki nýfrjálshyggjuna, heldur allt það sem hún tók frá okkur. Fólk er, skiljanlega, reitt og sorgmætt. Þetta átti aldrei að gerast. Enginn getur sagt að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Það er óþarfi að reyna að afsaka skefjalausa græðgi með því að tala um alþjóðafjármálakreppu, einfaldlega því að við sjáum að aðrar þjóðir eru ekki jafn djúpt sokknar og við. Þetta er sárt og þetta er ósanngjarnt því íslenskur almenningur á ekki sök á þessu. En við höfum hins vegar ekki rétt á því að láta sorgina og reiðina heltaka okkur. Við skuldum komandi kynslóð að þerra tárin, standa á fætur og hefja uppbyggingu. Tækifærin eru til staðar á Íslandi og það sem mikilvægara er, þau eru enn sameign íslensks almennings, ekki séreign þeirra sem vilja skapa af þeim gróða fyrir sig eina. Sem betur fer voru sumir alsgáðir í einkavæðingarpartíinu og stóðu vörð um það sem við erum fegnust að eiga ennþá, nú þegar skóinn kreppir að. Þau tryggðu að orkulindir landsins yrðu áfram sameign þjóðarinnar. Þau börðust með kjafti og klóm gegn markaðsvæðingu heilbrigðis- og menntakerfisins og hafa varist stöðugum árásum nýfrjálshyggjunnar á velferðakerfið síðustu ár. Þau hafa staðið með íslenskri náttúru og hafa talað fyrir jafnrétti allra í þjóðfélaginu. Og þau standa enn vaktina fyrir íslensku þjóðina, því má hún treysta. Ísland er ekki á hausnum. Það er fiskur í sjónum, matvælaframleiðsla í sveitum, orka og fegurð í náttúrunni, duglegt fólk á öllum aldri í framhalds-, iðn- og háskólum og útflutningsiðnaður í sókn. Við höfum tækifæri til menntunar, við höfum duglegt fólk sem ekki mun draga af sér við uppbygginguna og við höfum hvort annað. Við erum nógu klók til að læra af reynslunni og byggja ekki upp sama þjóðfélagsskipulag og var við lýði til þess eins að láta það hrynja undan okkur aftur. Það er kominn tími til að breyta. Það er kominn tími til að bæði kynin komi í jöfnum mæli að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Það er kominn tími til að aflétta leynd og pukri og gefa fólki aftur trú á lýðræðisleg stjórnmál. Það er kominn tími til að taka velferð þjóðarinnar fram yfir gróðavon einstaklinga. Og það er kominn tími til að stokka spilin og gefa aftur, því síðast var vitlaust gefið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun