Innlent

Eigandi grafna hundsins fær hann aftur

Hvolpurinn landsfrægi hittir eiganda sinn á ný í dag.
Hvolpurinn landsfrægi hittir eiganda sinn á ný í dag.

Eigandi hundsins sem fannst grafinn í hrauni við Kúagerði á laugardag fær hann afhentan síðar í dag og hefur því ekki lengur stöðu grunaðs manns. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Hún segir enn fremur að ekkert bendi til annars en að eigendur hundsins hafi hugsað mjög vel um hann.

Ekki liggur fyrir hvort einhver eða einhverjir eru grunaður um athæfið en eins og fram hefur komið í fréttum var búið að grafa hundinn lifandi undir steinafargi þegar göngufólk fann hann. Hundurinn hefur verið á dýraspítalanum í Víðidal en fer þaðan í dag sem fyrr segir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×