Innlent

Á batavegi eftir að hafa innbyrt ólyfjan

Mennirnir tveir sem hnigu hniður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt eru á batavegi. Líðan þeirra er eftir atvikum ágæt að sögn læknis.

Mennirnir voru lagðir inn á gjörgæsludeild í morgun en talið er að þeir hafi innbyrt einhverja ólyfjan með þeim afleiðingum að þeir hnigu niður með skömmu millibili. Þeir voru þá fluttir með sjúkrabíl á slysa- og bráðdeild. Þeir voru svo útskrifaðir á almenna deild seinni partinn í dag.

Ekki er enn vitað hvað það var sem mennirnir innbyrtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×