Innlent

Tveir meðvitundarlausir eftir ólyfjan

Tveir karlmenn voru fluttir meðvitundarlausir á spítala eftir að þeir hnigu niður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Grunur leikur á að þeir hafi tekið inn einhverja ólyfjan. Lögregla var kölluð á vettvang, sem og sjúkrabíll, til þess að flytja mennina, sem báðir eru á þrítugsaldri, í læknishendur.

Ekki er vitað hvað það var sem mennirnir innbyrtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×