Innlent

Ísland ekki á lista yfir samkeppnishæfar þjóðir

Ísland er ekki lengur á lista IMD-viðskiptaháskólans í Sviss yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims. Listinn hefur verið birtur síðan 1989. IMD-viðskiptaskólinn, sem var stofnaður 1990 með samruna tveggja viðskiptaskóla sem árisinn Alcan og Nestlé ráku, hefur séð um að gera hann. Ísland var í þriðja sæti á listanum fyrir tveimur árum og í fyrra var Ísland í sjöunda sæti.

Fimmtíu og fimm ríki eru á listanum í ár. Á toppnum tróna Bandaríkin en á eftir þeim koma Singapúr, Hong Kong, Sviss og Lúxembúrg. Af Norðurlandaþjóðunum eru Danir í sjötta sæti, Svíar í níunda sæti og Norðmenn í því ellefta. Finnar eru í fimmtánda sæti. Neðs á listanum eru Argentína, Suður-Afríka, Úkraína og Venesúela sem rekur lestina.

Við gerð listans er stuðst við þrjú hundruð þrjátíu og einn mælikvarða, allt frá vexti í vergri landsframleiðslu og atvinnuleysi til útbreiðslu internetsins og kostnaðar við símtöl í farsíma innanlands. Þriðjungur upplýsinganna fást frá Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum en afgangurinn frá nærri fjögur þúsund aðilum í þeim ríkjum sem könnuð eru. Í viðskiptablaðinu Business Week er sérstaklega tekið fram að Ísland sé ekki lengur á listanum vegna hviklynds efnahagslífs og fjárhagsvandræða hjá þeirri íslensku stofnun sem veiti IMD upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×