Erlent

Mörg þúsund börn gætu dáið úr hungri

Mörg þúsund börn í Búrma verða hungurmorða innan fárra vikna ef matarsendingar berast ekki til þeirra hið fyrsta.

Þetta segja fulltrúar bresku hjálparsamtakanna Save the Children. Samtökin segja þrjátíu þúsund börn undir fimm ára hafa verið vannærð áður en fellibylurinn Nargis skall á landinu fyrir rétt rúmum hálfum mánuði og varð tugum þúsunda að bana. Ástandið sé nú mun verra.

Herforingjastjórnin í Búrma hefur ekki viljað hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið og sjálfir viljað sjá um að dreifa hjálpargögnum frá erlendum ríkjum, stofnunum og samtökum. Fréttir hafa borist af því að hjálpargögn hafi ekki borist til allra og hluti þeirra jafnvel seldur á mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×