Innlent

Þrír gistu fangageymslur á Suðurnesjum

Mikið var að gera hjá lögreglu á Suðurnesjum vegna slagsmála og óláta í miðbæ Keflavíkur. Þrír aðilar gistu fangaklefa vegna ölvunar og óláta. Lögregla var fimm sinnu kölluð til vegna hávaða í heimahúsum

Skömmu eftir miðnætti var svo tilkynnt um eld í númerslausri bifreið á Fitjabraut í Njarðvík.

Dælubíll frá Brunavörnum Suðurnesja sá um að slökkva eldinn en bifreiðin var ónýt á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×