Innlent

Gönguferð um Grasagarðinn

Blómstrandi runnar og skrautrunnar leika aðalhlutverkið í kvöld í göngu sem farin verður um Grasagarðinn.

Boðið hefur verið upp á sérstakar gönguferðir um Grasagarðinn í sumar þar sem sérfræðingar hafa kynnt ýmislegt sem hægt er að finna í garðinum. Í kvöld klukkan átta verður sjöunda slíka ferðin farin þar sem safnvörður garðsins ætlar að sýna runna sem núna eru í blóma.

Hjörtur Þorbjörnsson, safnstjóri Grasagarðsins, segir garðinn hafa blómstrað vel í sumar enda hafi veðrið í vor verið einstaklega gott. Hann segir gesti garðsins sýna nýjungum þar mikinn áhuga eins og sólblóm sem sáð var í vor og vatnaliljum. En aðsókn í garðinn hefur góð það sem af er sumri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×