Innlent

Fyrirlestur um jarðskjálftaáhættu

Afleiðingar jarðskjálfta í Marokkó.
Afleiðingar jarðskjálfta í Marokkó. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Dr. John Douglas frá BRGM í Orleans í Frakklandi heldur fyrirlestur í boði verkfræðideildar Háskóla Íslands í stofu 158 í VRII mánudaginn 21. apríl kl. 16:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: „Improving empirical ground-motion prediction for seismic hazard assessment". Í fyrir­lestrinum, sem haldinn er á ensku, er fjallað um aðferðir sem beitt er við mat á jarðskjálftavá og jarðskjálftaáhættu. Að fyrirlestri loknum mun dr. John Douglas svara fyrirspurnum.

Dr. John Douglas er með doktorspróf í byggingar- og umhverfisverkfræði frá Imperial College of Science, Technology and Medicine í London. Hann er einnig með próf í stærðfræði frá sama skóla. Rannsóknir dr. John Douglas hafa einkum beinst að þróun stærðfræðilíkana sem lýsa eðli og áhrifum jarðskjálfta svo og mati á jarðskjálftavá, enn fremur áhættugreiningu og áhættustjórnun. Hann hefur ritað fjölmargar greinar sem birst hafa í virtum alþjóðlegum tímaritum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×