Innlent

Íbúar í Hólahverfi fordæma veggjakrot

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hann er ófagur þessi veggur í Hólunum.
Hann er ófagur þessi veggur í Hólunum. MYND/VÍSIR

„Ég veit ekkert verra, þetta er ömurlegt," sagði íbúi við Krummahóla í samtali við blaðamann Vísis og átti við veggjakrot sem áberandi er í Hólahverfinu í Breiðholti eins og víðar um bæinn.

„Við þekkjum merkin, þeir hafa einkennisstafi og eru að merkja sér. Þeir fóru einu sinni upp í stigagang hjá okkur," sagði viðmælandinn og bætti því við að íbúar í blokkinni hefðu strax gripið pensilinn og málað yfir krotið. Þetta hafi íbúar í næstu blokk ekki gert svo þau hafi tekið sig til og málað þá blokk líka.

Auður Vésteinsdóttir, íbúi í Máshólum, sagði skömm að veggjakrotinu. „Það er búið að gera svo mikið fyrir hverfið hérna, þetta er svo huggulegt og fínt og svo er þetta allt útkrassað. Við ökum fram hjá þessu á hverjum einasta morgni og á kvöldin," sagði Auður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×