Innlent

Lögreglan fær að taka munnvatnssýni

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglan hafi heimild til þess að taka munnvatnssýni úr karlmanni sem grunaður er um líkamsárás.

Í máli þessu liggur fyrir rökstuddur grunur um að tveir menn hafi ruðst inn í íbúð að A í Reykjavík að morgni laugardagsins 27. janúar 2007 og veist þar með harkalegum hætti að húsráðanda B. Er kærði annar þeirra aðila sem grunaður er um að hafa ruðst inn í íbúðina og veist að húsráðanda. Á vettvangi fannst vindlingur sem árásarþolinn kveður annan árásarmannanna hafa verið með. Hinn kærði hefur neitað allri aðild að málinu og neitar jafnframt að láta lögreglu í té munnvatnssýni í þágu rannsóknar málsins.

Héraðsdómur komst í fyrradag að þeirri niðurstöðu að lögreglu væri heimilt að taka munnvatnssýni úr manninum og tekur Hæstiréttur undir þá niðurstöðu héraðsdóms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×