Innlent

Segir alla ánægða með niðurstöðuna

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.

Allir þeir sem aðild eiga að borgarstjórnarmeirihlutanum eru ánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst á fundi stjórnar Orkuveitunnar í dag, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Hann segist ekki endilega hafa viljað ganga lengra.

Ákveðið var á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag að REI myndi losa sig út úr þeim verkefnum sem þykja of áhættusöm. Þá verði farið í það að áhættugreina þau verkefni sem REI hefur þegar skuldbundið sig til að taka þátt í á erlendri grundu.

Haft var eftir Gísla Marteini í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld að hann vildi selja REI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×